Uppselt á Baggalút á mettíma

Auglýsing

Miðasala á jólatónleika Baggalúts fór af stað með hvelli og seldist upp á sex tónleika nánast um leið og opnað var fyrir sölu klukkan 11.

„Við munum hreinlega ekki annað eins — og erum við þó sæmilega minnugir flestir,“ segir Bragi Valdimar, einn Baggalúta og mikill áhugamaður um miðasölu. „Það er greinilega gríðarleg uppsöfnuð þörf til að mæta aftur á tónleika og hafa gaman. Nú er bara að reyna að fjölga dögunum í desember til að anna eftirspurn!,“ segir í tilkynningu.

Fernum aukatónleikum hefur þegar verið bætt við á tix.is — og verið er að skoða fleiri dagsetningar.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram