Vala Grand hitti Gerard Butler í Keflavík: „What the fuck are you doing in Iceland?“

Hin litríka og skemmtilega Vala Grand ætlaði vart að trúa sínum eigin augum þegar hún sá Gerard Butler á Keflavíkurflugvelli í gær. Hún var að kaupa sér pylsu þegar hún sá mann með derhúfu sem hún kannaðist við.

„Ég var á Bæjarins bestu að fá mér pylsu og sá hann. Ég veit ekki hvort hann hafi verið búinn að fá sér pullu eða hvort hann hafi verið að kaupa eitthvað annað,“ segir Vala Grand sem vinnur á Keflavíkurflugvelli.

Samkvæmt heimildum Nútímans kom Gerard Butler til landsins til þess að njóta áramótana með vinum sínum – kom hann hingað til lands seinnipartinn í gær en ekki er vitað hvenær hann fer af landi brott. Hann er svo sannarlega Íslandsvinur en Butler hefur nokkrum sinnum komið til Íslands og var hér síðast árið 2019 og þá á sama tíma – kom rétt fyrir áramót og skemmti sér konunglega í miðborg Reykjavíkur.

Gerard Butler hefur slegið í gegn í Hollywood sem leikari og framleiðandi. Hann fæddist í Skotlandi árið 1969 og hefur leikið í hverri stórmyndinni á fætur annarri. Meðal þeirra kvikmynda sem Butler hefur leikið í eru Rock‘n‘Rolla, How to Train Your Dragon, Machine gun Preacher, Law Abiding Citizen, Plane og hin goðsagnakennda kvikmynd 300.

„Ég gleymi aldrei þessu andliti úr 300,“ segir Vala og hlær.

Butler hinn almennilegasti

„Ég sagði við hann að ég væri mikill aðdáandi og hann svaraði nánast samstundis: „You should be“ og þá hlógum við öll. Hann var hérna með vini sínum og ég fékk hann til þess að vera með mér á mynd. Ég bað hann að lyfta upp derhúfunni svo það sæist nú í andlitið hans,“ segir Vala en því hlýddi Butler, lyfti upp derhúfunni og leyfði Völu að smella mynd.

„Ég spurði what the fuck are you doing in Iceland? Hann var mjög skemmtilegur og sagðist vera kominn til að njóta,“ segir Vala í samtali við Nútímann.

Það má gera ráð fyrir því að Butler heimsæki ekki Bláa Lónið í bráð því það er lokað til 3. janúar vegna yfirvofandi hættu á eldgosi við Svartsengi. Hann þarf þó ekki að fara á límingunum því eins og kom fram í Áramótaskaupi Ríkisútvarpsins í gær að þá eru komin lón „út um allt“ á Íslandi. Nútíminn fékk góðfúslegt leyfi hjá Völu til að birta myndir af þeim saman sem var tekin á Keflavíkurflugvelli í gær.

Auglýsing

læk

Instagram