Veitingastaðurinn Pünk opnar á Hverfisgötunni

Athafnamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson opnar nýjan veitingastað í lok mánaðarins við Hverfisgötu 20.

Staðurinn mun heita Pünk og segir Ásgeir að eins og nafnið gefi til kynna, verði staðurinn fjölbreyttur og svolítið villtur. Þarna verði sameinaðar nokkrar stefnur og straumar en aðalinntakið sé stemning.

„Við komum til með að vera með alls konar uppákomur og nálgun okkar á upplifun viðskiptavina verður fjölbreytt og margs konar í anda þess að vera svolítið pönk.“ sagði Ásgeir í viðtali við Viðskiptablaðið.

Það verður ráðist í alvöru breytingar á húsnæðinu og var allt straujað út. Leifur Welding mun sjá um að hanna staðinn.

Aðpurður um matseðil staðarins sagði Ásgeir:

„Við höfum verið að þróa þennan matseðil saman síðustu mánuði, út frá breyttum áherslum fólks, en í dag vill það ekkert endilega vera að stútfylla sig, heldur snýst þetta meira um að fá sér einn eða tvo rétti, stundum fleiri saman, og svo góða rauðvínsflösku og kokteila og skemmtilega stemningu.“

Það er greinilegt að þetta verður spennandi viðbót í veitingahúsaflóru borgarinnar.

Auglýsing

læk

Instagram