Verk­falli af­lýst – Efl­ing og SÍS semja

Auglýsing

Maraþonfundur fór fram í húsakynnum sáttasemjara í gær og lauk honum rétt yfir miðnætti með undirritun kjarasamnings Eflingar -stéttarfélag og samn­inga­nefndar­ Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga.

Hefur því ótímabundnu verkfalli, sem hófst á þriðjudag, verið aflýst og sneru fé­lags­menn Efl­ing­ar hjá Kópa­vogi, Seltjarn­ar­nesi, Ölfusi og Mos­fells­bæ snúa aft­ur til vinnu nú í morgun.

„Í enn eitt skiptið hef­ur Efl­ing­ar­fólk í minnst metnu störf­um sam­fé­lags­ins sýnt að jafn­vel grimm­ustu stofn­an­ir valds­ins hafa ekki roð við þeim þegar þau koma fram bar­áttuglöð og sam­einuð. Í enn eitt skiptið hafa þau sannað að rétt­lát og staðföst bar­átta lág­launa­fólks í gegn­um sitt stétt­ar­fé­lag er ekki bara rétt­ur okk­ar held­ur skil­ar hún líka raun­veru­leg­um ár­angi,“ sagði Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar.

„Ég vil líka benda á hversu mik­il­væg skila­boð fé­lags­menn okk­ar senda inn í sam­fé­lags­ástandið með þess­um ár­angri. Ef ein­hver hélt að kór­óna­veirufar­ald­ur­inn og efna­hags­lægðin sem hon­um fylg­ir yrði átylla til að skerða kjör lág­launa­fólks og berja niður í þeim bar­áttu­and­ann, þá hafa fé­lags­menn okk­ar hjá sveit­ar­fé­lög­un­um sýnt að það er ansi stór mis­skiln­ing­ur. Bar­átt­an fyr­ir rétt­látu sam­fé­lagi er lif­andi og hef­ur aldrei skipt meira máli en ein­mitt núna,“ sagði Sól­veig, við und­ir­rit­un samn­ings­ins.

Auglýsing

Hefst nú vinna við kynningu samningsins og undirbúning atkvæðagreiðslu en samningurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki þeirra 270 fé­lags­manna sem und­ir hon­um munu starfa.

Þetta kemur fram á vef Mbl

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram