Vinátta í Sjónvarpi Simans

Í þriðja þætti Vináttu hittum við meðal annars tvíburasysturnar Ölmu Mjöll og Helgu Dögg sem segja okkur frá tengslum sínum og systurnar Jensínu Eddu og Matthildi Laufeyju sem saman stýra leikskólanum Laufásborg.
Í þættinum var leitast svara við því hvort systkini geti verið vinir okkar, eða verða þau alltaf bara ættingjar? Hvað með foreldra og börn? Er möguleiki á að með tímanum verði foreldrar og börn meiri vinir í hefðbundnum skilningi þess orðs, eða verðum við alltaf bara börn foreldra okkar?
Öll þáttaröðin er komin í Sjónvarp Símans Premium en þættirnir eru einnig sýndir í opinni dagskrá kl 20.00 á fimmtudögum.

Auglýsing

læk

Instagram