Segja Instagram hafa haft mikil áhrif á uppgang í ferðaþjónustu á Íslandi: „Draumur fyrir ljósmyndara“

Auglýsing

Í umfjöllun á kanadíska fjölmiðlinum Global News segir að Íslendingar geti að hluta til þakkað samfélagsmiðlinum Instagram fyrir mikinn uppgang í ferðaþjónustu hér á landi. Rætt er við Gunnar Frey Gunnarsson sem er duglegur að birta myndir frá Íslandi við miklar vinsældir.

Gunnar, sem heldur úti aðgangnum icelandic_explorer á Instagram, segir að frá því að hann byrjaði á Instagram árið 2014 hafi mikil aukning orðið af myndum frá Íslandi. Myndum með myllumerkinu #Iceland hafi fjölgað úr 300 þúsund í níu milljónir.

Sveinn Birkir Björnsson, forstöðumaður samskiptasviðs Íslandsstofu, segist hafa tekið eftir því að fullt af fólki hafi fyrst áttað sig á Íslandi sem áfangastað í gegnum samfélagsmiðla. Hann segir að langflestir komi hingað til þess að skoða náttúruna og að landið sé draumur fyrir ljósmyndara.

Auglýsing

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram