Wow flýgur að nýju

Haldinn var blaðamannafundur á Grillinu á Hótel Sögu nú rétt fyrir kl 14. Var það Michelle Roosevelt Edw­ards sem boðaði til þessa fundar og tilkynnti á honum endurreisn Wow air.

Að því er kom fram á fundinum náðust samningar hjá USA­erospace Associa­tes LLC og þrotabúi Wow air um kaup á þeim eignum ­um þrota­bús­ins sem til­heyra WOW vörumerk­inu.

Roosevelt sjálf verður stjórnarformaður nýja félagsins, WOW AIR LLC, og mun félagið vera staðsett á Washingt­on Dul­les alþjóðaflug­vell­in­um en einnig með aðsetur á flugvellinum í Keflavík og í Reykjavík.

„Við hyggj­umst auka um­svif­in í farþega­flug­inu með fleiri flug­vél­um áður en sum­arið heils­ar okk­ur. Frá fyrsta degi í vöru­flutn­ing­un­um, sem einnig munu hefjast á næstu vik­um, mun­um við leggja mik­inn metnað í vandaða þjón­ustu á sviði vöru­flutn­inga með ferskt ís­lenskt sjáv­ar­fang á Banda­ríkja­markað,“ seg­ir Roosevelt Edw­ards.

Þetta kom fram á vef Mbl í dag.

Auglýsing

læk

Instagram