Fólk í annarlegu ástandi: Tvær tilkynningar um ágreining milli aðila

Samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var 12 tíma vakt embættisins frá 17:00 í gær til 05:00 í morgun frekar róleg en 29 mál voru skráð niður. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að eitthvað var um aðstoðarbeiðnir vegna veikinda og svo vegna fólks í annarlegu ástandi.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og þá var einn ökumaður stöðvaður sem reyndist sviptur ökuréttindum sínum. Þá var einn ökumaður stöðvaður fyrir of hraðan akstur en hann var á 88 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var 50 kílómetrar á klukkustund.

Þá fékk lögreglan tilkynningu um ágreining á milli aðila. Báðir voru þeir afgreiddir á vettvangi. Einn var handtekinn vegna líkamsárásar og vistaður í fangaklefa en hann hafði ollið minniháttar áverkum.

Auglýsing

læk

Instagram