Adolf Ingi vísar ásökunum Wiktoriu á bug, hún var aldrei starfsmaður Radio Iceland

Adolf Ingi Erlingsson, eigandi Radio Iceland, vísar ásökunum Wiktoriu Joönu Ginter í Fréttablaðinu í dag á bug. Hann segir að hún hafi aldrei verið starfsmaður stöðvarinnar. Þetta kemur fram á vef DV.

Sjá einnig: Sakar Adolf Inga um að skaða starfsemi Radio Iceland viljandi, spurð hvað hún væri að reykja

Wiktoria Joanna Ginter segir í Fréttablaðinu í dag að Adolf Ingi geri allt sem í hans valdi stendur til að skaða starfsemi stöðvarinnar viljandi.

Til stóð að loka Radio Iceland í sumar vegna rekstrarerfiðleika. Klukkutíma áður en hætta átti útsendingu var gengið frá samkomulagi við fjárfesti sem tryggði áframhaldandi rekstur stöðvarinnar um sinn.

Adolf Ingi segist í samtali við DV ekki skilja hvað Wiktoriu gengur til.

Þessi manneskja var aldrei starfsmaður. Hún hefur aldrei verið ráðin til starfa hjá Radio Iceland. Ég á þessa stöð og ákveð í hvaða átt hún fer, ekki einhver manneskja úti í bæ sem er ósátt með hvernig fyrirtækið er rekið. Hvernig og afhverju ætti ég að vilja skemma mitt eigið fyrirtæki. Þetta er bara bull.

Wiktoria rekur samskipti sín við Adolf Inga í Fréttablaðinu en hann neitar að tjá sig um málið. Hún hóf störf á stöðinni í apríl og segist hafa samið um að vinna launalaust þar til að stöðin rétti úr kútnum.

Wiktoria segir í Fréttablaðinu plötusnúða á Radio Iceland ekki hafa fengið skýr svör um framtíð útvarpsstöðvarinnar og að Adolf Ingi hafi sagt þeim að hann ætlaði sér að selja stöðina á næstunni.

Hún segir að um forsendubrest sé að ræða og sendi Adolf Inga reikning fyrir vinnu sinni á dögunum. Fréttablaðið greinir frá því að í svari við tölvupósti sem hún sendi Adolf Inga vegna kröfunnar, sem var upp á tvær milljónir, spyrji hann hvað hún hafi verið að reykja [e. What have you been smoking?] og segi að ekkert samkomulag hafi verið þeirra á milli.

Loks segir hann í niðurlagi póstsins hann að hún megi „troða“ reikningnum [e. Take the invoices and shove them.].

Auglýsing

læk

Instagram