Almar yfirgefur kassann, hunsaði viðtalsbeiðni Rikka G sem fór sjálfur í kassann

Almar Atlason yfirgaf kassann í Listaháskóla Háskóla Íslands núna klukkan rúmlega níu í morgun.

Búið var að lýsa því yfir á Vísi.is að fyrsta viðtalið við Almar myndi birtast þar en bein útsending var á vefnum frá því þegar Almar yfirgaf kassann. Almar vildi hins vegar ekki koma í viðtal til Rikka G, útvarpsmanns á FM957. Rikki reyndi að ná tali af Almari sem sagði: „Það er malt þarna. Og appelsín“ áður en hann hvarf á braut.

Sjá einnig: Reiði í garð Rikka G á Twitter: „Ertu að fokka í mér að fara inn í kassann?“

Rikki brást við með því að þefa innan úr kassanum. „Við reyndum að fá viðtal við hann. En hann var alveg farinn, gæinn,“ sagði hann og fór svo sjálfur inn í kassann. „Ég get eiginlega ekki lýst lyktinni sem er hérna inni,“ sagði Rikki.

Mikael Torfason rithöfundur var í sjónvarpssal ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni og Berglindi Pétursdóttur. Hann var ekki sáttur við Rikka. „Hann má ekki skemma verkið, þetta er meiri vitleysingurinn, þessi Rikki,“ sagði Mikael.

Nýtt: Rikki G ætlaði ekki að gera lítið úr verkinu: „Ég biðst afsökunar ef þetta móðgaði fólk“

Auglýsing

læk

Instagram