Amabadama í fyrsta skipti á Þjóðhátíð

Hljómsveitirnar Amabadama og FM Belfast koma fram á Þjóðhátíð í Eyjum sem fer fram um verslunarmannahelgina, dagana 31. júlí til 2. ágúst.

Í tilkynningu frá Þjóðhátíðarnefnd kemur fram að FM Belfast sé ein allra skemmtilegasta og kröftugasta tónleikasveit landsins. „Og því ljóst að stemningin verður gríðarleg þegar þessi frábæra hljómsveit stígur á stóra sviðið í Dalnum.“

AmabAdamA hefur verið vinsælasta hljómsveit landsins undanfarið ár með stórsmellunum Hossa Hossa, Gaia og Hermenn – Dalurinn mun því hrista sig vel og syngja hástöfum með reggístórsveitinni. Báðar þessar hljómsveitir eru að koma fram í fyrsta sinn á Þjóðhátíð

Forsala miða hefst 9.apríl á vefnum Dalurinn.is.

Auglýsing

læk

Instagram