Auglýsing

Anne Hathaway leikur á ljósmyndarana, birtir sjálf fyrstu bumbumyndina

Orðrómur um að leikkonan Anne Hathaway sé ólétt fór af stað í nóvember en þá birtust af henni myndir sem virtust benda til þess. Hathaway hafði ekki tjáð sig um málið fyrr en hún birti þessa mynd á Instagram í morgun.

 

Á myndinni óskar hún aðdáendum sínum gleðilegs nýs árs og sýnir þessa glæsilegu bumbu sem hún skartar á ótilgreindri strönd.

„Að birta þessa mynd er ekki líkt mér en rétt í þessu tók ég eftir því að það var verið að mynda mig hér á ströndinni,“ segir Hathaway í skilaboðum með myndinni.

Ég ákvað að ef svona mynd ætti að birtast af mér ætti hún að minnsta kosti að gera mig hamingjusama. Og vera tekin með mínu samþykki. Og filter.

Hathaway náð þar með að vera sjálf sú fyrsta sem birtir mynd af óléttubumbunni og sú sem staðfestir fréttirnar. Eitthvað sem margir fjölmiðlar hefðu eflaust viljað gera.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing