Annað eistað datt út fyrir þvenginn: Allt það helsta frá stórskemmtilegum blaðamannafundi Hatara

Auglýsing

Meðlimir Hatara mættu á blaðamannafund eftir að hafa klárað seinni æfingu sína á stóra sviðinu í Expo-höllinni í Tel Aviv í gær. Hatari stígur á svið í undankeppni Eurovision næskomandi þriðjudag og er athygli landsmanna farin að færast meira og meira til Ísrael þar sem hljómsveitin, hefur líkt og öll önnur íslensk atriði í sögu Eurovision „slegið í gegn á blaðamannafundum“.

Meðlimir sveitarinnar fóru um víðan völl á blaðamannafundinum í gær og ræddu meðal annars Donald Trump og Spice Girls. Þeir voru ánægðir með æfinguna þegar þeir mættu á blaðamannafundinn í töluvert þægilegri klæðnaði en þeir æfðu atriðið í.

Sjá einnig: Sjáðu myndband af rosalegri æfingu Hatara: „Önnur epísk frammistaða“

Þegar Klemens og Matthías mættu á blaðamannafundinn í hvítum og rauðum jogginggöllum greindi Klemens frá því að hann hefði lent í vandræðum þegar hann fór úr sviðsbúningnum.

Auglýsing

„Annað eistað á mér datt út fyrir þvenginn sem ég var í,“ sagði Klemens og greindi frá því að hann hefði leyst vandamálið með því að einfaldlega fara úr þvengnum.

Matthías og Klemens töldu meðal annars upp áhrifavalda sína á blaðamannafundinum en á þeim lista voru nöfn á borð við Noam Chomsky, Naomi Klein, Ragnar Kjartansson og  Theresa May auk hljómsveitanna Laibach, Rage Against The Machine og Spice Girls. „Svo hefur Donald Trump haft mikil áhrif á sviðsframkomu okkar,“ bættu þeir við.Hér að neðan má sjá myndband frá blaðamannafundinum.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram