Apartheid-mistökin vekja heimsathygli

Eins og Nútíminn greindi frá í gær þá hefur Icelandair Hotel Reykjavik Marina hætt að selja hinn svokallaða Apartheid kokteil eftir ábendingu á Twitter. Aðskilnaðarstefnan í Suður-Afríku eða Apartheid var sú stefna suður-afrískra stjórnvalda að halda aðskildum svörtu fólki og hvítu.

Það var Twitter-notandinn Africa is a Country sem vakti athygli á málinu og flugfélagið þurfti svo að biðjast afsökunar á svari sínu en starfsmaður Icelandair áttaði sig ekki á merkingu orðsins apartheid.


Málið hefur vakið mikla athygli og bandarísku fjölmiðlarnir CNBC, Time og Mashable fjalla um málið.

Á vef CNBC er haft eftir forsvarsmanni hótelsins að um óheppilegan misskilning hafi verið að ræða og að fólk hafi ekki áttað sig á merkingu orðsins apartheid.

Auglýsing

læk

Instagram