Ár frá öngþveitinu í Smáralind: Jarre væntanlegur til landsins á ný

Um þessar mundir er ár liðið frá öngþveiti sem skapaðist í Smáralind þegar Vine-stjörnurnar Jerome Jarre og Nash Grier létu sjá sig í Smáralind. Kapparnir höfðu gert boð á undan sér á Vine og bæði starfsfólk Smáralindar og almenningur klóraði sér í höfðinu yfir öngþveitinu.

Jarre er væntanlegur til landsins á ný í janúar, samkvæmt heimildum Nútímans. Jarre minntist atburðarins í Smáralind á Twitter-síðu sinni í kvöld:

Miklar skemmdir urðu á bílum og vitni sögðu gríðarlegt öngþveiti hafa skapast í Smáralind þegar Jarre og Grier mættu á svæðið. Vine er samfélagsmiðill þar sem notendur deila stuttum myndböndum en Jerome er gríðarlega vinsæll á miðlinum.

Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis, var í Smáralind og hann sagði frá uppákomunni á Vísi:

Ég mætti klukkan hálf fjögur en Jerome ætlaði að mæta klukkan fjögur. Klukkan fjögur var hálf Smáralind troðfull af unglingum. Jerome kom með öðrum manni og síðan myndaðist gríðarleg múgæsing. Það var ótrúlegur hávaði og öskur. Öryggisvörður sem var á svæðinu réði ekkert við mannfjöldann.

Jarre klifraði upp á kyrrstæðan bíl við Smáralind og skemmdi við það þak og húdd bílsins. Hann var ekki handtekinn, heldur komið í skjól og þurfti hann að greiða sekt vegna skemmdanna.

Í samtali við RÚV sagði hann að allt hafi verð brjálað. „Við stefndum fólki saman eins og við gerum oft. Við bjuggumst við lítilli mætingu, kannski hundrað manns, en þetta spurðist út og allt varð vitlaust. Það var hellingur af fólki og algjör ringulreið,“ sagði hann.

„Ég vil biðja alla sem komu afsökunar því margir komust ekki í myndatöku og náðu ekki að tala við okkur. Ef einhver meiddi sig eða varð hræddur þá þykir mér það leitt. Við bjuggumst alls ekki við svona mörgum. Við erum þakklátir fyrir stuðninginn. Takk.“

Auglýsing

læk

Instagram