Arcade Fire kemur fram í Laugardalshöll: „Sannkallaður hvalreki á fjörur íslenskra tónlistarunnenda“

Auglýsing

Kanadíska hljómsveitin Arcade Fire kemur fram á tónleikum í nýju Laugardalshöllinni 21. ágúst næstkomandi. Þetta kemur fram á vef RÚV. Arcade Fire hefur um árabil verið eins vinsælasta indíhljómsveit heims og gefið út frábærar plötur.

Tónleikahaldarinn Þorsteinn Stephensen segir í samtali við RÚV að hljómsveitin sé algjör happafengur fyrir landsmenn enda á hápunkti ferils síns. „Sannkallaður hvalreki á fjörur íslenskra tónlistarunnenda eins og Jakob Frímann myndi sjálfsagt segja,“ segir Þorsteinn.

Ég ætla að leyfa mér að spá að þetta verði einhverjir þeir bestu tónleikar sem nokkurntíman hafa verið haldnir á Íslandi.

Miðasala á tónleikana hefst á þriðjudaginn í næstu viku. Þorsteinn segir í samtali við RÚV að í það minnsta en erlend hljómsveit fylgi Arcade Fire til landsins og hiti upp.

Þorsteinn segir á vef RÚV að hann hafi fyrst reynt að bóka Arcade Fire á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves árið 2002 eða 2003. „Þetta hefur í raun staðið til á hverju einasta sumri í mörg ár en er loksins að smella saman núna,“ segir hann.

Hlustum á eitt gamalt og gott

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram