Arnþrúður svarar Bubba og Ljótu hálfvitunum: „Þetta er ekkert annað en skoðanakúgun“

Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, segir Ljótu hálfvitana bera nafn með rentu. Þetta kemur fram á Stundinni. Hljómsveitin hefur bannað útvarpsstöðinni að spila lögin sín og síðdegis í gær gerði Bubbi Morthens það sama.

Sjá einnig: Útvarp Saga kannar hvort múslimum sé treystandi, við erum með okkar eigin könnun

Arnþrúður segir á Stundinni að hvorki Bubbi né Ljótu hálfvitarnir séu á lagalista stöðvarinnar og þetta breyti því engu. Þá segir hún enga leið að taka mark á einhverju sem hent sé fram á samfélagsmiðlum.

Þetta er ekkert annað en skoðanakúgun. Við erum ekki bundin af einhverjum upphrópunum úr netheimum. Við spilum lög eftir löglegum leiðum. Ef tónlistarmenn vilja banna okkur að spila lög sín gerist það í gegnum STEF og með bréfi til okkar.

Ljótu hálfvitarnir tilkynntu bannið á Facebook í kjölfarið á því að útvarpsstöðin hóf að kanna á vefsíðu sinni hvort múslimum sé treystandi. Bubbi fylgdi svo í kjölfarið.

„Bann þetta gildir svo lengi sem Útvarp Saga heldur áfram að ala á fordómum og mannhatri,“ sögðu Ljótu hálfvitarnir og Bubbi tók undir það.

„Það er ömurlegt að vita til þess að fullorðið fólk sem hefur alist upp í kærleika, býst ég við, skuli þrífast í þeim andlega skugga sem liggur yfir hljóðstofu útvarpsins sögu, sagði hann.

Auglýsing

læk

Instagram