Árslaun fótboltamanna: Indriði með 40 milljónir

Indriði Sig­urðsson, fyr­irliði Vik­ing, þénaði jafn­v­irði rúm­lega 40 millj­óna ís­lenskra króna fyr­ir skatt á síðasta ári, sam­kvæmt ný­út­komnu yf­ir­liti yfir tekj­ur íbúa Nor­egs. Þetta kemur fram á Mbl.is.

Indriði var með mestar tekjur íslenskra fótboltamanna í Noregi með mánaðartekjur upp á 3,3 milljónir króna. Næstur kemur Birkir Már Sævarsson, leikmaður Brann, með rúmlega 24 milljónir í árslaun.

Steinþór Freyr Þor­steins­son, leikmaður Sand­nes Ulf, var með rúmar 20 milljónir, Pálmi Rafn Pálma­son leikmaður Lilleström með um 19 milljónir og Kristján Örn Sig­urðsson, leikmaður Hö­nefoss, með rúmar 14 milljónir í árslaun.

Spútnikleikmaður landsliðsins, Jón Daði Böðvarsson leikmaður Viking, var með tæpar 11 milljónir í árslaun á síðasta ári og félagi hans frá Selfossi, Guðmundur Þórarinsson, leikmaður Sarpsborg, var með tæpar fimm milljónir.

Listann má sjá á Mbl.is.

Auglýsing

læk

Instagram