https://www.xxzza1.com

Ástæðan fyrir því að fólk rífst svona mikið á internetinu er fundin

Ástæðan fyrir því að fólk rífst svona mikið á internetinu hefur verið fundin og hún er afar einföld: Fólk bregst við því sem það les og því sem það heyrir á afar ólíkan hátt — jafnvel þótt nákvæmlega það sama komi fram í skrifuðu eða töluðu máli.

Þetta kemur farm í niðurstöðum rannsóknar við UC Berkeley og University of Chicago. Í rannsókninni voru 300 manns látin lesa, horfa á myndbönd eða hlusta á fullyrðingar um heit málefni á borð við stríð, fóstureyðingar og kántrí eða rapptónlist. Eftir það fóru þau í tekin viðtöl og látin ræða um það sem þau voru ósammála.

Niðurstöðurnar ættu ekki að koma neinum sem hefur átt í umræðum á internetinu á óvart: Fólk telur almennt að þau sem eru því ósammála séu anna hvort of heimskir eða kaldlyndir til að vita betur. En niðurstöðurnar sýndu líka skýran mun á þeim sem voru látnir horfa á eða hlusta á einhvern tala og þeim sem voru látnir lesa nákvæmlega sömu orð í texta.

Þau sem hlustuðu eða horfðu voru ólíklegri til að afskrifa fólk með ólíkar skoðanir en þeirra eigin sem óupplýstan eða kaldlyndan. Þau sem lásu texta með sömu skoðunum voru hins vegar miklu dómharðari.

Samkvæmt þessu er því besta leiðin til að eiga yfirvegaðar rökræður, þar sem fólk skiptist á ólíkum skoðunum, að hittast og spjalla saman en ekki rífast á Facebook eða í athugasemdakerfum fjölmiðla.

Auglýsing

læk

Instagram