Ástfangið fólk birtir færri og hamingjuríkari statusa á Facebook

Facebook telur sig geta sýnt fram hvenær ástarsambönd verða til eftir því hversu oft fólk birtir stöðuuppfærslur.

Í bloggfærslu sem Carlos Diuk, sem starfar við tölfræðilega úrvinnslu hjá Facebook, birti í vikunni kemur fram að áður en fólk gerir samband sitt opinbert fjölgi stöðuuppfærslum kerfisbundið. Eftir að sambandið er gert opinbert fækkar hins vegar uppfærslunum.

Í mælingunum frá Diuk eru 100 dagar í aðdraganda sambands kannaðir:

Við tökum eftir að stöðuuppfærslum fjölgar hægt en örugglega yfir þetta 100 daga tímabil. Þegar sambandið hefst byrjar uppfærslunum að fækka. Toppinum er náð þegar notendur birta að jafnaði 1,67 færslu á dag, 12 dögum áður en sambandið er opinberað. Lágpunktinum, eða 1,53 færslum á dag er náð 85 dögum eftir að sambandið er opiberað. Við gerum því ráð fyrir því að pör eyði meiri tíma saman í raunheimum í staðinn fyrir að vera á internetinu.

Diuk fjallar einnig um hvernig stöðuuppfærslur verða hamingjuríkari eftir að samband er opinberað. „Við tökum almennt eftir jákvæðara viðhorfi eftir að sambandið er opinberað.“

f6ffc7858

Auglýsing

læk

Instagram