Atli hættir við að endurheimta réttindin: „Starfs­rétt­indin minna virði en þján­ing­ar aðstand­enda“

Atli Helga­son hef­ur aft­ur­kallað kröfu sína um að fá lög­manns­rétt­indi sín að nýju. Atli var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir morðið á Ein­ari Ern Birg­is­syni í maí 2001. Hann var þá einnig sviptur málflutningsréttindum. Hann sat inni í tíu og hálft ár og lauk afplánun 2010.

Sjá einnig: Faðir Einars Arnar um Atla Helgason: „Við höfum aldrei heyrt í honum“

Verj­andi Atla las upp til­kynn­ingu við aðalmeðferð máls­ins í dag í Héraðsdómi Reykja­vík­ur þar sem kom fram að Atli telur rétt­indi sín minna virði en þján­ing­ar aðstand­enda Ein­ars Arn­ar.

Sókn­araðili, Atli Helga­son, tel­ur að starfs­rétt­indi hans sem lögmaður séu minna virði en þján­ing­ar aðstand­enda sem um­fjöll­un um málið hef­ur end­ur­vakið. Því hef­ur Atli afráðið að aft­ur­kalla að svo stöddu ósk sína um niður­fell­ingu rétt­inda­svipt­ing­ar.

Fulltrúi ríkissaksóknara gerði engar athugasemdir og var málið látið niður falla.

Kastljós greindi frá því á dögunum að Atli ætlaði að endurheima réttindin. Ákvörðunin kom fjölskyldu Einars Arnar í opna skjöldu. Faðir Einars Arnar sagði að Atli hefði aldrei sýnt merki neinnar iðrunar og að tíðindin væru sem blaut tuska í andlit fjölskyldunnar.

Auglýsing

læk

Instagram