8 ný nöfn sem ríkið leyfir þér að nefna barnið þitt

Mannanafnanefnd hefur samþykkt ferskan skammt af nöfnum sem foreldrar mega nú nefna börnin sín. Hún hafnaði einnig nýlega tveimur nöfnum. Þetta kemur fram á vef úrskurða og álita.

Sjá einnig: 19 nöfn sem ríkið bannað þér að nefna barnið þitt

Nöfnin sem voru nýlega samþykkt eru: Aðalvíkingur, Eskja, Rósalía, Þórbjarni, Mói, Goðdal, Arngarður og Kai

Millinafnið Beinteins hlaut hins vegar ekki náð fyrir augun mannanafnefndar. Ekki frekar en eiginnafnið og millinafnið Builien.

Fjölmiðlar birta reglulega fréttir af nöfnum hljóta náð fyrir augum nefndar sem kallast mannanafnanefnd. Hún ákveður sem sagt hvað börn mega heita á Íslandi.

Sjá einnig: Taktu prófið! hvað máttu nefna barnið þitt?

Á meðal helstu verkefna mannanafnanefndar er að að semja skrá um eiginnöfn og millinöfn sem teljast heimil skv. 5. og 6. gr. laga um mannanöfn og er hún nefnd mannanafnaskrá.

 

Auglýsing

læk

Instagram