Auðunn Blöndal þroskaðist og bauð Jóni Arnóri í Atvinnumennina okkar

[the_ad_group id="3076"]

Ný þáttaröð af Atvinnumönnum okkar hefst á Stöð 2 hefst á sunnudaginn. Á meðal þeirra sem Auðunn Blöndal heimsækir í þáttunum eru Gylfi Sigurðsson, Sara Björk Gunnarsdóttir og Aron Pálmarsson.

Athygli vekur að körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson, íþróttamaður ársins, er ekki í þáttunum. Jón Arnór er giftur Lilju Björk Guðmundsdóttur en hún er fyrrverandi kærasta Audda og töldu margir að það væri ástæðan fyrir því að hann er ekki tekinn fyrir í þáttunum.

Auddi upplýsti hins vegar í Harmageddon á X977 í morgun að hann hafi boðið Jóni Arnóri að vera með.

Ég bauð Jóni Arnóri að vera með — sem var skrýtið fyrir mig. Ég var búinn að hugsa að það gæti verið vandræðalegt þar sem hann er giftur fyrrverandi kærustunni minni til margra ára. En svo hugsaði ég að það væri kominn tími til að sýna smá þroska.

Jón Arnór hefur átt glæstan feril og spilar nú með Valencia á Spáni. Hann gerði í fyrstu þriggja mánaða samning við liðið en framlengdi á dögunum samninginn til loka tímabilsins. Auddi talaði við Jón Arnór áður en þetta þriggja mánaða prufutímabil hófst.

[the_ad_group id="3077"]

„Ég sagði við Huga framleiðanda að ef hann væri til þá væri ég til. En þá var hann á leiðinni til Spánar og fannst honum fannst asnalegt að vera með tökulið í trial,“ sagði Auddi í Harmageddon.

Auglýsing

læk

Instagram