Bakvið tjöldin í brúðkaupi Olivers Luckett og Scott Guinn, þriggja daga veisla endaði í Grímsnesi

Bandaríski athafnamaðurinn Oliver Luckett gekk að eiga Scott Guinn í Grímsnesi í gær. Hilmar Örn Hilmarsson gaf þá saman en þó aðalveislan á Borealis hótelinu hafi verið í gær hefur brúðkaupið staðið yfir frá því á fimmtudag. Mesta athygli hefur vakið að bandaríska leikkonan Lindsay Lohan var gestur í brúðkaupinu en hún er vinkona brúðhjónanna.

Oliver Luckett kom reglulega til landsins áður en hann festi kaup á Kjarvalshúsinu á Seltjarnarnesi í fyrra og flutti þangað ásamt Scott. Hann og viðskiptafélagar hans áttu fyrirtækið theAudience sem sérhæfir sig í markaðssetningu á samfélagsmiðlum og starfaði fyrir mörg risafyrirtæki ásamt því að eiga sinn þátt í kosningasigri Barack Obama í Bandaríkjunum árið 2009. Þeir seldu svo fyrirtækið til fjárfesta í Dúbæ og síðan þá hefur hann meðal annars styrkt íslenska list, fjárfest í sprotafyrirtækjum og gefið út bók.

Þá stofnaði Luckett fyrirtæki í fyrra ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur með það að markmiði að taka sprotafyrirtæki á næsta stig með sérfræðiþekkingu í alþjóðlegri markaðssetningu, dreifingu og vali á markhópum.

Scott er mikill meistarakokkur og starfar á Kaffihúsi Vesturbæjar. Þeir eru ötulir listaverkasafnarar og skipta tíma sínum milli Íslands og Bandaríkjanna. Heimili þeirra er stútfullt af mögnuðum listaverkum frá íslenskum listamönnum sem þeir hafa safnað að sér.

Brúðkaupið hófst á fimmtudag með boði á heimili Olivers og Scott. Fjölmargir vinir brúðhjónanna voru komin til landsins frá Bandaríkjunum og þar mátti einnig sjá Bjarna Benediktsson forsætisráðherra.

Á föstudag var svo æfingarkvöldverður af bandarískum sið og athöfnin sjálf var svo í gær á þjóðhátíðardaginn í Grímsnesi. Lindsay Lohan var mætt til landsins og heimildir Nútímans herma að leikarinn Morgan Freeman hafi einnig verið væntanlegur en hann varð að hætta við á síðustu stundu. Morgan er góður vinur föður Olivers en þeir stofnuðu saman staðinn Ground Zero Bues í Missisippi.

https://www.instagram.com/p/BVeGA0Dhq5Y/?tagged=soiceland

Gestalistinn í brúpkaupinu var ansi fjölbreyttur. Á meðal gesta voru Ásgeir Kolbeins, Andri Snær, Heiða Kristín, Þórunn Antonía, Dóra Takefúsa, Magnús Scheving, Jakob Frímann, Högni Egilsson, meðlimir Of Monsters and Men og borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson. Þá var mikið af fólki úr viðskiptalífinu; meðal annars Þórður Magnússon, Gísli í Gamma og Gunnar Dungal.

Heiða Kristín flutti að sjálfsögðu ræðu

Vel var látið af matnum í veislunni en Scott sá um undirbúninginn. Heilgrillað lamb var á boðstólnum, barinn var opinn allt kvöldið og tónlistarmaðurinn Einar Örn Benediktsson var veislustjóri. Hann og Oliver hafa lengi verið vinir.

Eins og Vísir hafði greint frá þá átti Lindsay Lohan að vera plötusnúður í veislunni. Hún spilaði í smá stund áður en íslensku plötusnúður tók við. Annars blandaði hún geði við gesti og flutti ræðu.

Rútur fluttu svo fólk heim í höfuðborgina og síðustu gestirnir voru á ferðinni eftir klukkan fjögur, eftir magnað partí í Grímsnesinu

Auglýsing

læk

Instagram