Bandaríkin, Kanada og Mexíkó halda HM 2026

Bandaríkin, Kanada og Mexíkó halda HM árið 2026. Þetta var ákveðið með atkvæðagreiðslu í Moskvu nú í dag en sameiginlega boðið sem kallast The United vann Marokkó með 134 atkvæðum gegn 65 atkvæðum.

Þetta er í annað skiptið sem sameiginlegt boð vinnur réttin til að halda HM en síðast voru það Japan og Suður Kórea sem héldu keppnina árið 2002.

Lengi var talið að þessi þrjú lönd myndu hreppa réttinn en eftir hótanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann virtist hóta löndum sem ætluðu ekki að kjósa The United, héldu margir að það myndi gera út um boð landanna þriggja, en pólitískur þrýstingur stjórnvalda er bannaður þegar kemur að kosningunum samkvæmt siðareglum FIFA.

60 af 80 leikjum mótsins verða leiknir í Bandaríkjunum en Kanada og Mexíkó skipta hinum leikjunum á milli sín. Allir leikir eftir átta liða úrslitin verða leiknir í Bandaríkjunum.

Mexíkó hefur áður haldið HM, árin 1970 og 1986 og Bandaríkini einu sinni árið 1994. Þetta var í fimmta skiptið sem Marokkó bauð í að halda HM.

Auglýsing

læk

Instagram