Bandarískt par verður eitt eftir á Íslandi, tóku myndina upp á nóttunni sumarið 2014

Vísindatryllirinn Bohek sem segir frá bandarísku pari í rómantísku ferðalagi á Íslandi er væntanlegt í kvikmyndahús í Bandaríkjunum á næstunni.

Parið nýtur þess að upplifa það sem Ísland hefur upp á að bjóða og heimsækja meðal annars Seljalandsfoss, Þingvelli og Bláa Lónið. Einn morguninn eru þau aftur á móti orðin ein eftir á Íslandi.

Vísir greinir frá.

Tökur á myndinni fóru fram sumarið 2014. Margar senur í myndinni voru teknar upp að næturlagi á virkum dögum svo hægt væri að komast hjá mannaferðum, enda eiga aðalpersónurnar að eiga einar eftir á landinu.

Í frétt Vísis segir að ef einhver hafi verið á ferðinni á sama tíma hafi sá hinn sami verið beðinn um að færa sig svo hægt væri að ljúka við tökurnar. Þeir fáu Íslendingar sem voru á ferðinni voru afar samvinnuþýðir.

Myndin verður frumsýnd 24. mars í Bandaríkjunum.

Auglýsing

læk

Instagram