Auglýsing

Bára sú eina sem þarf að eyða upptökum úr Klaustri

Bára Halldórsdóttir þarf aðeins að eyða upptökum sínum af samtali sex þingmanna á Klaustri á síðasta ári. Þetta kemur fram í svari Persónuverndar við fyrirspurn RÚV. Þar segir að úrskurður nefndarinnar nái aðeins til þeirra sem aðild áttu að málinu.

Sjá einnig: Kröfðust þess að Bára fengi sekt: „Kona með gigtarsjúkdóm sem reiðir sig á örorkubætur“

Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að Bára hefði brotið persónuverndarlög en dæmdi hana einungis til þess að eyða upptökunum. Hún fékk ekki sekt líkt og þingmennirnir kröfðust.

Fjölmiðlar á borð við DV og Stundina fengu upptökur og birtu fréttir upp úr þeim. Þeim verður ekki gert að eyða upptökunum þar sem eyðing á þeim nái aðeins til Báru.

„Hins vegar skal bent á að dreifing einstaklinga og annarra á persónuupplýsingum getur fallið undir ákvæði persónuverndarlaga,“ segir í svari Persónuverndar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing