Auglýsing

Bjó til nákvæma eftirlíkingu af sjálfum sér í fullri stærð: „Fólk getur fengið verulega innilokunarkennd“

Listamaðurinn Aðalsteinn Þórsson frá Akureyri henti í framkvæmd afar sérstöku verkefni á dögunum. Aðalsteinn lét taka mót og afsteypu af öllum líkama sínum. Enn sem komið er hefur hann ekki sett afsteypuna opinberlega á sýningu en var þó með hana til sýnis í sumar á einkasafni sínu á Kristnesi. Fjallað er um verkið á norðlenska vefmiðlinum Kaffið.is.

Aðalsteinn réði fyrirtækið Mótefni í verkið, sem rekið er af þeim Dóru Hartmannsdóttur og Snæbirni Bragasyni, og sérhæfir sig í mótagerð og afsteypum. Snæbjörn segir þetta hafa verið stærsta verkefni fyrirtækisins hingað til í samtali við Kaffið.is.

,,Við höfum mestmegnis verið í því að taka mót af höndum hjá fólki. Þannig fær það nákvæma afsteypu af hendinni sinni með öllum smáatriðum, fingraförum, tattú og öllu. Þetta er í rauninni eins og að taka afrit af sjálfum sér, svona copy/paste nema bara í alvörunni,” segir Snæbjörn við Kaffið.

Verkefnið tók samanlagt 22 klukkustundir. Það sem var mest krefjandi var að taka mót af höfðinu. Aðalsteinn mátti ekki hreyfa sig í 40 mínútur á meðan efnið mótaðist. Hann gat einungis andað í gegnum nefið og sá hvorki né heyrði.

,,Efnið sem við notum heitir body double og er notað í líkamsmótun þannig það losnar auðveldlega frá húð og líkamshárum þannig að þetta er fullkomlega meinlaust. Að blokka sjón og heyrn er samt ekkert grín. Fólk getur fengið verulega innilokunarkennd og ég get ekki ímyndað mér að þetta sé mjög þægilegt. Þess vegna vorum við tilbúin með allskonar merki svo hann gæti sagt okkur frá því ef honum liði illa, en það kom ekki til þess,“ segir Snæbjörn í samtali við Kaffið en ítarlegri umfjöllun um verkefnið og fleiri myndir má finna með því að smella hér.

https://www.youtube.com/watch?v=fDAC8viBNc8

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing