Björgólfur Thor deilir sæti með áhugaverðu fólki á lista Forbes: Forstjóri Netflix og fyrsta transkonan

Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir deilir sæti á lista Forbes með hópi af áhugaverðu fólki. Moldríkir milljarðamæringar frá Asíu eru áberandi í kringum Björgólf en þar má einnig finna fyrstu transkonuna sem kemst á listann.

Björgólfur Thor situr nú í 1.161 sæti á lista Forbes yfir milljarðamæringa heimsins. Hann er eini Íslendingurinn á listanum en eignir hans eru metnar á 1,8 milljarð dala, eða rúmlega 185 milljarða króna.

Björgólfur komst hæst í 249. sæti listans fyrir áratug en hann datt útaf listanum í kjölfarið á hruninu. Hann sneri svo aftur á listann árið 2015 en þá voru eignir hans metnar á 1,5 milljarð dala.

Hópur fólks situr í 1.161 sætinu með Björgólfi. Þar er einnig að finna Jennifer Pritzker en hún er fyrsta transkonan sem kemst á lista Forbes yfir milljarðamæringa heimsins. Jennfier er bandarískur fjárfestir og var ofursti í bandaríkjaher áður en hún fór út í fjárfestingar. Jennifer hét áður James Nicholas en lýsti yfir árið 2013 að hún myndi taka upp nafnið Jennifer Natalya.

Í sæti með Björgólfi má einnig finna Reed Hastings, einn af stofnendum Netflix og forstjóra fyrirtækisins. Hann er einnig í stjórn Facebook og sat í stjórn Microsoft í fimm ár. Hann hefur verið áberandi í uppgangi Netflix undanfarin ár.

Þá má finna milljarðamæringinn Lous Bacon í sæti með Björgólfi en okkur fannst nafnið hans bara skemmtilegt og ákváðum að hafa hann með. Hann er svo sem ekki frægur en hann er afar umdeildur í Austurríki eftir að hann fékk ríkisborgararétt í landinu árið 2002.

Í Austurríki getur frægt fólk sem hefur náð einhvers konar sérstökum árangri fyrir landið fengið ríkisborgararétt en ákvörðunin um að gera hann að ríkisborgara þótti umdeild þar sem hann hefur ekki náð neinum sérstökum árangri í þágu landsins.

Auglýsing

læk

Instagram