Björk aflýsir tónleikum sínum á Iceland Airwaves

Björk Guðmundsdóttir hefur aflýst fyrirhuguðum tónleikum sínum á Iceland Airwaves-hátíðinni í nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Iceland Airwaves.

Sjá einnig: 45 nöfn bætast við dagskrá Iceland Airwaves

Í tilkynningunni segir að Björk hafi vegna óviðráðanlegra orsaka aflýst öllum tónleikum sínum frá 15. ágúst út árið. Björk átti að koma fram á Iceland Airwaves 4. og 7. nóvember.

Í orðsendingu frá kynningarteymi Bjarkar segir að tónleikum hennar sé aflýst vegna aðstæðna sem þau ráða ekki við.

Björk hlakkaði til að koma fram á þessum stöðum og því eru það mikil vonbrigði að þurfa að aflýsa tónleikunum. Við vonum að fólk sýni þessu skilning.

Miðar sem keyptir voru með greiðslukortum verða endurgreiddir sjálfkrafa en aðrir miðahafar á tónleikana 4. nóvember verða að snúa sér til miðasölu Hörpu.

Auglýsing

læk

Instagram