Björn Bragi og Þorvaldur Davíð vinna að söngleiknum í Versló

Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikstýrir söngleiknum Saturday Night Fever sem Versló setur upp í vor. Björn Bragi skrifar handritið sem verður byggt á kvikmyndinni frá 1977 sem skartaði John Travolta og Karen Lynn Gorney í aðalhlutverkum.

Björn Bragi og Þorvaldur Davíð voru saman í Versló á sínum tíma og eru góðir félagar í dag. Þeir hafa þó aldrei unnið saman, að sögn Björns Braga. „Í Versló var hann Nemóstjarnan en ég lúði í Gettu betur og ræðuliðinu,“ segir Björn léttur. „Þau höfðu samband í sumar og mér fannst hljóma vel frá byrjun að gera þetta og vinna með Þorvaldi. Hann er mjög skipulagður og samstarfið fer mjög vel af stað.“

Saturday Night Fever gerist í New York á áttunda áratugnum þegar diskóið náði hápunkti. Björn segir að New York verði einnig sögusviðið í söngleiknum:

Þannig að í staðinn fyrir að Tony Manero sé orðinn nemandi í Versló þá er við þessum New York-fíling.

Söngleikirnir í Versló eru alltaf mjög íburðarmiklir og Björn segir það í raun algjört brjálæði. „Ég held að það séu í kringum 400 sem fara í prufur fyrir söngleikinn,“ segir hann. „Það er svo gaman að vera með í þessu því metnaðurinn er svo mikill.“

Auglýsing

læk

Instagram