Björt Ólafsdóttir lét Jón Gunnarsson heyra það í beinni á Rás 2: „Ég nenni ekki svona kjaftæði“

Þingmennirnir Jón Gunnarsson og Björt Ólafsdóttir tókust á í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.

Þau voru komin í þáttinn til að ræða hugmyndir Jóns um að samþykkja nýtingarflokk rammaáætlunarinnar fyrir þinglok en frysta bið- og verndarflokk svo hægt sé að rannsaka þá virkjunarkosti betur. Hlustaðu á brot úr þættinum hér fyrir ofan.

Jón 0g Björt voru afar ósammála um málið en hér má hlusta á allan þáttinn. Björt var nóg boðið þegar Jón sakaði hana um að kynna sér málið ekki nógu vel.

„Jón, veistu hvað, ég nenni ekki að sitja undir þessu,“ sagði hún.

Ég nenni ekki að sitja undir því, enn eina ferðina, að hér sé miðaldra karl sem segi: „Heyrðu, vinkona. Viltu gjöra svo vel að kynna þér aðeins málið betur“. Ég nenni svona kjaftæði.

Hlustaðu á brot úr þættinum hér fyrir ofan.

Auglýsing

læk

Instagram