Bláa Lónið valið sem einn af hundrað bestu stöðum í heimi

Auglýsing

Bláa Lónið hefur verið valið á topp hundrað lista bandaríska tímaritsins Time yfir bestu staði í heiminum. Þetta er í fyrsta sinn sem Time velur bestu staði í heiminum en þeim er skipt í þrjá flokka; þjóðgarða og söfn, veitingastaði og hótel. Frá þessu er greint á vef Viðskiptablaðsins.

Sjá einnig: Rebel Wilson nýtur lífsins í Bláa Lóninu og Celine Dion syngur undir

Í umfjöllun blaðsins er talað um að Íslendingar hafi fjárfest í ferðamannaiðnaðinum eftir hrunið og að þess vegna séu Instagram síður margra fullar af myndum frá Íslandi og Bláa Lóninu. Bláa Lónið er sagt vinsælasti ferðamannastaður landsins  og nú sé þar komið nýtt hótel í miðju hrauninu.

Már Másson, yfirmaður markaðs- og mannauðsmála hjá Bláa Lóninu, segir  í samtali við Viðskiptablaðið að það sé mikill heiður að komast á lista hjá einu víðlesnasta tímariti heims.

Auglýsing

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram