Blaðamaður mbl.is hætti eftir að frétt hans var tekin úr birtingu, afar ósáttur við vinnubrögðin

Charles Gittins hætti störfum sem blaðamaður Iceland Monitor á mbl.is á miðvikudaginn eftir að frétt sem hann skrifaði var tekin úr birtingu. Hann hefur starfað hjá Árvakri síðastliðin tæp tvö ár.

Vísir greinir frá.

Charles skrifaði frétt með fyrirsögninni „Cross Iceland of your tavellers advised“ og tók Kristinn Tryggvi Þorleifsson, framkvæmdastjóri mbl.is, hana úr birtingu.

Í fréttinni var vísað í umfjöllun Business Insider sem nefndi Ísland einn þeirra áfangastaða sem vissara væri að forðast á næsta ári.

Charles var afar ósáttur við að fréttin væri tekin úr birtingu og hætti störfum. Áður hafði legið fyrir að hann myndi hætta störfum hjá Árvakri um áramótin, líkt og kemur fram á Vísi. 

Á Iceland Monitor er að finna fréttir og annað efni á ensku. Margar fréttirnar eru þýddar af innlenda hluta mbl.is en aðrar eru unnar frá grunni af blaðamönnum Iceland Monitor.

Auglýsing

læk

Instagram