Bréfið var að hluta til samsett úr stafaúrklippum

Fréttablaðið telur sig hafa heimildir fyrir því bréfið sem Hlín Einarsdóttir stílaði á eiginkonu forsætisráðherra hafi að hluta verið handskrifað og að hluta til samsett úr stafaúrklippum.

Að setja saman slík bréf úr stafaúrklippum er þekkt aðferð, meðal annars úr kvikmyndum. Aðferðin er svo þekkt að nokkrir aðilar hafa útbúið sérstakar vefsíður sem leysir verkefnið. Hér er dæmi um eina slíka.

Sjá einnig: Yfirlýsing frá Sigmundi Davíð: „Sagðist bréfritari geta tryggt að sú umfjöllun yrði öll hin versta“

Atburðarásin sem átti sér stað í hádeginu á föstudag var reyfarakennd.

Sérsveit ríkislögreglustjóra sat fyrir systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði og handók þær þegar þær hugðust sækja það sem þær töldu vera peninga sem kúgaðir höfðu verið út úr forsætisráðherra og fjölskyldu hans.

Sjá einnig: Malín Brand segir mannorðið farið: „Einhvern veginn höfð að fífli“

Atburðarásin hófst í kjölfarið á því að bréf merkt Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, barst á heimili þeirra hjóna. Bréfið var sent með pósti og í kjölfarið var hringt í lögreglu.

Auglýsing

læk

Instagram