Brynjar Þór fyrirliði KR í körfubolta situr fyrir: „Gamall draumur að rætast“

Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR í Dominos-deild karla í körfubolta, segir að gamall draumur sé að rætast að fá að taka þátt í fyrirsætuverkefni fyrir verslunina Húrra Reykjavík.

Brynjar verður áberandi á nýrri vefsíðu verslunarinnar, sem fer í loftið á morgun, en hann fer einnig fyrir stjörnum prýddu liði KR sem stefnir að því að vinna Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð. Ásamt Brynjari sitja Jón Kaldal og Árni Kristjánsson fyrir á myndunum.

Aðspurður segir Brynjar í samtali við Nútímann að það gangi ljómandi vel að samræma körfuboltann og fyrirsætustörfin. „Þetta er lítið af verkefnum eins og er, þannig að þetta er ekki flókið,“ segir hann léttur.

Þetta hefur verið hliðarverkefni hingað til en ég á tengdamóður sem er hárgreiðslukona og var fenginn í módelstörf fyrir nokkrum árum. Þannig að ég var búinn að fá smjörþefinn af þessu.

Nútíminn greindi frá því í vikunni frá því að Húrra Reykjavík væri komin á lista yfir verslanir í Evrópu sem hafa aðgang að svokölluðum Quick Strike-skóm frá Nike. Slíkir skór koma á markað með skömmum fyrirvara og verslanir þurfa sérstakt leyfi til að selja skóna sem eru ávallt seldir í afar takmörkuðu magni.

Sjá einnig: Húrra Reykjavík kemst á eftirsóknarverðan lista hjá Nike, 14 yfirmenn skoðuðu verslunina

Mikill metnaður verður lagður í nýjan vef verslunarinnar og Sindri Jensson, annar eigandi Húrra Reykjavík, segir að mikil vinna hafi verið lögð í hana.

Brynjar Þór segir að það séu forréttindi að fá að taka þátt í svona metnaðarfullu verkefni. „Þetta er með stærri verkefnum sem maður hefur áður tekið þátt í og stór draumur að rætast að fá að taka þátt í alvöru fyrirsætuverkefni,“ segir hann.

Nýju vefsíðunni verður fagnað í Húrra Reykjavík á mánudag millu klukkan 18 og 20.

Auglýsing

læk

Instagram