Búinn að litgreina 500 manns á einu ári

„Það er engin manneskja bara blá eða bara gul. Þú ert allir litir,“ sagði stjórnendamarkþjálfinn Ingvar Jónsson í viðtali í morgunútvarpi RÚV í gærmorgun.

Ingvar starfar hjá fyrirtækinu Profectus sem er búið að litgreina 500 manns síðasta árið samkvæmt svokallaðri NBI heildarhugsun. Ingvar og félagar litgreina fólk í gulan, rauðan, grænan og bláan sem miðar að því að kenna að því að lesa í fólk og aðstæður. „Já, núna á síðasta árið eru 500 manns búin að fara í gegnum huggreiningu. Við köllum þetta huggreiningu,“ segir hann. „Þar kemur í ljós hvernig þú hugsar: Hvort þú sért í eðli þínu blár, grænn, rauður eða gulur.“

Ingvar sagði í viðtalinu á RÚV að flest sé fólk blanda af nokkrum litum:

En það er nú yfirleitt þannig að yfirleitt hefurðu eina ákveðna hughneigð. Þar sem þú hneigist til að bregðast við með ákveðnum hætti og það er mjög skemmtilegur contrastur á milli þessi lita. Rauður er mikil andstæða hins bláa og að sama skapi er gulur mjög ólíkur grænum. Spennan sem myndast á milli þessara lita, oft inni á vinnustöðum og bara heima við, hana er oft hægt að skýra og líka leysa með því að skoða hvaða litur þú ert og þeir sem þú ert í samskiptum við.

Ingvar segir að tilgangurinn með að læra litina sé að geta beitt því sem hann kallar heildarhugsun. „ Þannig að þegar þú ert í samskiptum við fólk sem er, segjum bara grænt. Þá lagar þú þína hegðun að þeim. Þá veistu í raun og veru hvað þeir vilja, veist hvernig er best að eiga við þá samskipti og setur þig í þann gír. Eins og til dæmis, þú sem stjórnandi. Þú hefur alla liti undir þinni stjórn. Þú leiðir ekki fólk með sama hætti. Þú leiðir ekki rauðan með því að senda hann í svona greiningarverkefni sem krefjast staðfestu og aga, einan úti í horni.“

Ingvar flytur erindi um heildarhugsun á ráðstefnu í Suður-Afríku á næstunni í boði upphafsmanns NBI heildarhugsunar. „Ég er að fara þarna í boði dr. Kobus Neethling, sem er sá maður sem setti þetta af stað árið 1981,“ segir hann. „Hann er að bjóða mér til Suður-Afríku vegna þess að ég fann út leiðir til að nota þetta með hætti sem hefur aldrei verið notaður áður. Það er hjónabandsráðgjöf. Það þótti svolítið athyglisvert. Þá svarar þú prófinu og svarar því einnig eins og þú heldur að maki þinn sé. Það eru oft athyglisverðar niðurstöður sem koma úr því.“

Ingvar heldur námskeiðið „Sigur í samkeppni – lærðu að lesa fók og aðstæður“ víða um land í næstu viku. Námskeiðið kostar 29 þúsund krónur og innifalið í gjaldinu er meðal annars persónuleg NBI huggreing að verðmæti 14.800 krónur.

Smelltu hér til að hlusta á viðtalið við Ingvar á RÚV.

Auglýsing

læk

Instagram