Auglýsing

Búist er við því að Skáftárhlaup brjótist undan jökli seint í kvöld eða nótt

Búist er við því að Skaftárhlaup komi undan jökli seint í kvöld eða nótt en rafleiðni í Skaftá er farin að aukast að því er kemur fram í frétt RÚV.

Vísindamenn gera ráð fyrir því að Skaftárhlaup brjótist undan jökli seint í kvöld eða nótt en GPS-mælingar í Eysti-Skáftárkatli sýna að íshellan þar er farin að lækka og rennsli úr lóni við jökulbotninnn er hafið. Það tekur hlaupið síðan um 10 til 12 tíma að ná niður á þjóðveg en búist er við að það nái hámarki á sunnudag.

Samkvæmt Veðurstofunni er rafleiðni í Skaftá farin að aukast en að gerist þegar jarðhitavatn blandast ánni. Það getur bent til þess að vatnið sé byrjað að leka undan jöklinum en vatnið í ánni er þó ekki farið að hækka.

Í frétt á vef Veðurstofunnar kemur fram að síðasta hlaup í Skaftá hafi verið árið 2015 en vænta megi minna hlaups í ár vegna þess að styttri tími er frá því að hlaup varð síðast. Fyrir hlaupið árið 2015 liðu fimm ár frá síðasta hlaupi þar á undan en nú líða tæp þrjú ár. Íssjármælingar Jarðvísindastofnunnar Háskólans sýna einnig að minna vatn er í lóninu núna en í upphafi hlaups árið 2015.

Fólk er hvatt til að vera ekki nálægt farvegi Skaftár á næstu dögum. Flóðaðstæður munu ríkja við bakka Skaftár og mögulegt er að hún flæði yfir vegi sem liggja nær árbökkum. Brennisteinsvetni berst með hlaupvatninu þegar það kemur undan jökli. Styrkur þess er mikill og getur skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi og er ferðafólk því ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár ofan Skaftárdals og jörðum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls þar sem hlaupvatn gæti brotið sér leið upp á yfirborðið.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing