Auglýsing

Conor McGregor bindur enda á sögusagnir: „Ég mun berjast aftur“

Írski bardagakappinn og mótorkjafturinn Conor McGregor sendi frá sér yfirlýsingu á Instagram í gærkvöldi. Þar bindur hann enda á umræðuna um framtíð sína innan UFC bardagasamtakanna. Í færslunni sem sjá má í heild hér að neðan segist hann tilbúinn að berjast hvenær sem er.

Eins og Íranum sjálfumglaða sæmir byrjar hann færsluna á því að slá á allar efasemdir og minna á hvers megnugur hann sé. „Ég mun berjast aftur. Punktur. Ég er bestur í þessu,“ skrifar Conor.

Conor barðist síðast fyrir UFC í nóvember árið 2016 þegar hann sigraði Eddie Alvarez örugglega. „Ég er hér og það er undir UFC komið að ná í mig,“skrifar Conor.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing