Costco gæti gert Ísland samkeppnishæfara

Bandarískir og kanadískir umsækjendur um störf hjá leikjaframleiðandanum CCP hafa spurt hvort Costco sé á Íslandi. Koma verslunarinnar til landsins gæti gert landið samkeppnishæfara.

Bandaríska verslunarkeðjan Costco ætlar að opna fjórtán þúsund fermetra verslun við Kauptún í Garðabæ fyrir næstu jól. Costco er þriðja stærsta smásölukeðja í heimi. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Opnun Costco á Íslandi gæti haft áhrif á áhuga fólks á að starfa hér á landi, þó að það ráði auðvitað ekki úrslitum að mati Sigrúnar Erlu Sigurðardóttur framleiðanda við þróun hjá CCP.

Sigrún Erla hefur hitt marga umsækjendur sem íhuga að flytja hingað og segir að fólki finnist óneitanlega gott að vita af einhverju sem er eins og heima hjá sér, í bland við ævintýrið að flytja hingað. Tilkoma Iceland verslunarinnar á Íslandi var til dæmis mikið gleðiefni fyrir marga Breta sem hafa flutt til Íslands:

Mér finnst þetta hljóta að gera okkur samkeppnishæfari en ég er samt ekki viss um hvað ég fæ í Costco svo ég hef engan samanburð, hef aldrei farið í slíka verslun. Kannski fáum við bara meira úrval af ódýru drasli?“

Sigrún Erla segir að fólk sem flytur hingað til lands hugsi mikið um kostnaðinn við að búa á Íslandi og fari jafnvel í lágvöruverðsverslanir með vasareikna til að gera samanburð við heimalandið.

„Það fer líka yfir leigulistana til að skoða hvað er í boði og hvað það kostar,“ segir hún.

„Við ýkjum ekki og kynnum kandítata yfirleitt fyrir starfsfólki frá sama landi til að fara yfir það sem er ólíkt heimalandi þeirra hér. Bandaríkjamenn heillast oft af mennta- og heilbrigðiskerfinu en Kanadamenn búa aftur á móti við svipuð lífsgæði og við í þeim efnum.“

Ísland er kannski ekki sérlega samkeppnishæft þegar það kemur að verðlagi á matvöru og fatnaði en okkar erlendu starfsmenn sem flytja hingað með fjölskyldur sínar eru mjög ánægðir með skólakerfið, öryggið og frelsið sem börnin þeirra njóta á götum borgarinnar og ekki síst hversu fjölbreytt framboð sem er hér af skemmtun og menningu.”

Sigrún bætir við að nokkrir kvenumsækjandur og eiginkonur tilvonandi starfsmanna hafi spurt hana hvort þetta sé satt með hversu langt við erum komin í jafnrétti á vinnumarkaði .

„Og hvort leikskólarnir séu í alvöru svona niðurgreiddir en samt góðir.“

Auglýsing

læk

Instagram