Costco gaf Húsdýragarðinum risastóra fílinn: „Ekki hægt að finna betri stað fyrir fíl á Íslandi“

Fíllinn úr Costco hefur skotið upp kollinum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík. Fíllinn vakti mikla athygli þegar Costco opnaði en stórverslunin ákvað að gefa Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum þessa mikilfenglegu skepnu. Eiríkur Jónsson sagði fyrstur frá þessu á vef sínum.

Sjá einnig: Costco-gíraffinn birtist óvænt í fertugsafmæli í Hlíðunum: „Það kom bros á alla“

Eins og margir muna eflaust eftir þá var Costco með risavaxinn fíl og gíraffa til sölu þegar verslunin opnaði. Gíraffinn seldist fljótt en Gunnar Páll Tryggvason, fjármálaráðgjafi, var fljótur að tryggja sér hann.

Skömmu síðar hvarf svo fíllinn úr versluninni án þess að kaupandinn kæmi fram. Mikið var rætt um framtíð fílsins á samfélagsmiðlum og á mbl.is greindi frá því að hann væri mögulega seldur. En svo reyndist ekki vera.

Nú hefur komið í ljós að fíllinn býr í veitingasölu Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal. Tómas Óskar Guðjónsson forstöðumaður staðfestir í samtali við Nútímann að garðurinn hafi fengið fílinn að gjöf frá Costco fyrr í sumar. „Þeir höfðu samband við okkur og óskuðu eftir að gefa okkur fílinn,“ segir hann.

Við erum auðvitað mjög þakklát fyrir það.

Fíllinn hefur vakið mikla lukku meðal gesta garðsins og segir Tómas að hann lífgi upp á garðinn. „Ég held að það sé ekki hægt að finna betri stað fyrir fíl á Íslandi en akkúrat Húsdýragarðinn,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Instagram