Donald Trump efast um geðheilsu Obama

Milljarðamæringurinn Donald Trump hatar ekki að ráðast á Barack Obama, forseta Bandaríkjanna opinberlega.

Í gær kallaði Trump Obama brjálæðing. Donald Trump er ósáttur við hvernig Obama hefur tekið á útbreiðslu Ebóluveirunnar. Á fimmtudag skrifaði hann þessa færslu á Twitter, þar sem hann efaðist um geðheilsu Obama og kallaði hann brjálæðing:

Flugin sem hann vísar í eru farþegaflug frá vestur Afríku til Bandaríkjanna.

Vísindavefurinn: Hvað er Ebóluveiran?

Trump mætti svo í spjallþáttinn The Steve Malzberg Show í gær og sagði að Obama væri annað hvort óhæfur eða mjög þrjóskur, fyrir að stöðva ekki umrædd flug:

Þetta mál með flugin er óskiljanlegt. Hvernig er hægt að sleppa því að stöðva flugin? Það er eitthvað honum en enginn veit hvað það er. En það er eitthvað. Hann hefur tekið svo margar slæmar ákvarðanir. Er hægt að vera svona óhæfur? Það er eitthvað að. Það er eitthvað í gangi.

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa lýst yfir að rétta leiðin til að stöðva útbreiðslu Ebólu sé ekki að loka landamærum Bandaríkjanna. Þau segja að það myndi grafa undan vinnu sem miðar að því að finna þá sjúku og hefta þannig útbreiðsluna.

En Trump er ekki að kaupa það:

Auglýsing

læk

Instagram