Dóri DNA steikti bransann á Eddunni

„Ég lít vel út í kvöld, maður. Þið hljótið að sjá það. Beauty is pain.“

Svona hófst uppistand Dóra DNA á Edduverðlaununum í gær. Dóri fór á kostum þar sem hann steikti kvikmyndabransann en á meðal þeirra sem hann tók fyrir var leikstjórinn Baltasar Kormákur, Sigmar Vilhjálmsson og sjónvarpsstöðvarnar Bravó og Mikligarður, Friðrik Dór og Friðrik Þór.

Uppistandið má sjá hér fyrir neðan.

Þá gagnrýndi hann kynjahallann og grínaði með sigurvegara kvöldsins, Vonarstræti sem fór heim með 12 Eddur.

Brandari Dóra um Loga Bergmann og Boga Ágústsson vakti mikla lukku hjá flestum nema Audda Blöndal sem bauð upp á þennan svip í kjölfarið á honum:

Dóri krafðist skiljanlega svara á Twitter:

https://twitter.com/DNADORI/status/569524483943469056

En hér má sjá Dóra steikja bransann:

Auglýsing

læk

Instagram