Dragdrottningar RuPaul taka yfir Gamla bíó

Drottningar úr raunveruleikaþáttunum RuPaul’s Drag Race koma fram í Gamla bíói í apríl.

Á vefnum Gayiceland.is kemur fram að ár hvert komi vinsælustu keppendurnir úr þáttunum saman og setja á svið sýningu. Michelle Visage, dómari úr þáttunum, verður kynnir kvöldsins en sýningin ferðast til 35 borga víða um heim og endar í Reykjavík.

Fyrsti viðkomustaður sýningarinnar er Las Vegas. Hún mun svo ferðast um norður-Ameríku og enda í Evrópu. Dragdrottningarnar Adore Delano, Alaska, Ivy Winters, Pandora Boxx, Jinx Monsoon og Sharon Needles, sigurvegari fjórðu þáttaraðar, hafa staðfest þátttöku sína.

Gaman er að sjá viðbrögð aðdáenda þáttanna á Facebook-síðu viðburðarins.

Margrét Erla Maack, dómari og spurningahöfundur Gettu betur, spyr hvort um grín sé að ræða. „Hvar get ég keypt miga hvar hvar hvar?“ Henni er bent á að miðasala fer fram á Tix.is.

Sigurlaug Gísladóttir segist tryllast og Hjálmar Forni Poulsen Sveinbjörnsson segist þegar hafa keypt miða: „Get ekki beðið! Ég á ekki eftir að sofa þangað til! Ég segi bara eitt risa spikfeitt takk við þá sem standa fyrir þessu! “

Hér má sjá nokkur atriði úr þáttunum RuPaul’s Drag Race:

Auglýsing

læk

Instagram