Dularfull skilaboð slökkva á iPhone þegar þau berast

Notendur iPhone eru ævareiðir vegna textaskilaboð sem ganga manna á milli og valda því að skilaboðahugbúnaður símans hrynur eða að síminn hreinlega slekkur á sér.

Skilaboðin voru afhjúpuð á Reddit á þriðjudag. Textinn í skilaboðunum nýtir sér að síminn ræður ekki að birta einstaka stafi. Síminn reynir þó að gera það sem veldur því að stýrikerfi símans hrynur og hann slekkur á sér.

Notendur iPhone kvörtuðu undan skilaboðunum á Twitter í vikunni en notendur Reddit komust að því að skilaboðin valda því einnig að WhatsApp skilaboðaappið hrynur.

Apple vinnur nú að lagfæra villuna sem veldur því að síminn slekkur á sér og þannig taka virkni skilaboðana úr sambandi.

 

 

Auglýsing

læk

Instagram