Dunkin’ Donuts vill opna á Íslandi

Bandaríska kleinuhringja- og kaffihúsafyrirtækið á í viðræðum við mögulegan samstarfsaðila hérlendis um að hefja starfsemi hér. Þetta kemur fram í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, í dag.

Justin Drake, starfsmaður almannatengslaskrifstofu Dunkin’ Donuts, staðfestir þetta í tölvupósti til Markaðarins. Heimildir blaðsins herma að til standi að opna kaffihús hér á landi á þessu ári. Það yrði fyrsta alþjóðlega kaffihúsakeðjan á Íslandi.

Við höfum ekki skrifað undir samninga enn þá og getum því ekki veitt frekari upplýsingar á þessum tímapunkti.

Dunkin’ Donuts var stofnað árið 1950. Fyrsta kaffihúsið á Norðurlöndunum var opnað í Taby-verslunarmiðstöðinni í Stokkhólmi í Svíþjóð í desember árið 2014. Í dag eru rekin ellefu þúsund kaffihús í 34 löndum.

Auglýsing

læk

Instagram