Edda Sif lét ekki sprauta í sig bótoxi í Landanum á RÚV: „Það er bara saltvatn í sprautunni“

Sjónvarpskonan Edda Sif Pálsdóttir lét ekki sprauta í sig bótoxi í Landanum á RÚV í gærkvöldi. Nútíminn lét blekkjast af skotum þar sem saltvatni var sprautað í enni hennar í þættinum og þar sem lýtaaðgerðir voru skoðaðar út frá nokkrum sjónarhornum.

Ásamt því að ræða við fólk sem hafði farið í lýtaaðgerðir var lýtalæknirinn Elísabet Guðmundsdóttir í viðtali. Hún skoðaði Eddu Sif og sagðist ekki vilja framkvæma margar aðgerðir a henni. „Ef þú myndir vilja að ég meðhöndlaði þessa reiðihrukku, þá myndi ég alveg gera það,“ sagði Elísabet í Landanum.

Að öðru leyti myndi ég ekkert vilja gera við andlitið þitt.

Var þá fylgst með þegar Elísabet sprautaði í enni Eddu en hún segir í samtali við Nútímann að ekki hafi verið um bótox að ræða. „Það er bara saltvatn í sprautunni,“ segir Edda Sif.

Elísabet sagði í þættinum að lýtaaðgerðum á Íslandi væri að fjölga mikið. Læknarnir væru betri í því sem þeir gera og aðgerðirnar væru öruggari en áður. „Allt sem snýr að brjóstum algengast,“ sagði hún og bætti við að viðhald á ferskleika andlitsins væri að færast í aukana. „Við getum gert meira og fyrr í dag.“

Auglýsing

læk

Instagram