Edda Sif tók pabba sinn á teppið á RÚV, spurði hvort hann hefði átt hugmyndinu að kláminu á Sýn

„Þetta var bolti, box, brjóst. Voruð þið ekki kærðir fyrir auglýsingar þar sem karlmenn voru hvattir til að nýta veikindadaga til að horfa á Sýn. Merkið varð rautt á kvöldið og þá kom klám. Var það þín hugmynd,“ spurði Edda Sif Pálsdóttir, Pál Magnússon föður sinn í afmælisþætti RÚV í gærkvöldi.

Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan. 

Þar var fjallað var um íþróttalíf Íslendinga síðustu fimmtíu ár en Edda Sif ákvað að spyrja pabba sinn nánar út í markaðssetningu íþróttarásarinnar Sýn.

Páll glotti og og spurði síðan: „Er þetta ekki að verða búið hérna.“

Páll, sem meðal annars hefur verið sjónvarpsstjóri RÚV, var áður sjónvarpsstjóri íþróttarásarinnar Sýn.

Auglýsing

læk

Instagram