Ef Google væri banki? Fundur í beinni útsendingu á Nútímanum

Guðmundur Hafsteinsson, Product Management Director hjá Google í Bandaríkjunum og Sesselja Vilhjálmsdóttir, stofnandi Tagplay, fjalla um hvað bankar geta gert betur í vöruþróun og vöruframboði til viðskiptavina og velta meðal annars upp spurningunni: „Ef Google væri banki?“ á fundi sem fer fram í útibúi Íslandsbanka á Granda frá 8.15 til 9 í fyrramálið.

Fundurinn verður í beinni útsendingu á Nútímanum.

Í tilefni af 20 ára afmæli Netbanka Íslandsbanka blæs bankinn til fundaraðar í samstarfi við Nútímann um hvað bankar geta lært af öðrum.

„Okkur langar til að horfa fram á við og skoða hvað bankar geta lært af tækni- og nýsköpunarfyrirtækjum og gert stafræna þjónustu einfaldari og notendavænni,“ segir Már Másson, forstöðumaður Dreifileiða og nýsköpunar hjá Íslandsbanka.

„Við stöndum frammi fyrir fjölda tækifæra og áskoranna. Samkeppnisumhverfið er að breytast, neytendahegðun sömuleiðis og tæknin hefur hrist upp í rótgrónum atvinnuvegum. Sem dæmi er stærsti söluaðili á gistirými í heiminum, AirBnB, ekki eigandi að einni einustu íbúð eða hóteli og fyrirtækið Uber hefur gerbreytt starfsumhverfi leigubílafyrirtækja víða um heim.“

Guðmundur Hafsteinnson er mikill reynslubolti út frumkvöðlaheiminum bæði hér heima og í Bandaríkjunum. Hann hefur m.a. unnið hjá Siri og síðar Apple auk þess að hafa verið hjá Google í nokkurn tíma, en hann er einnig stjórnarmaður í Meniga.

Sesselja Vilhjálmsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri TagPlay. Sesselja hefur tekið þátt í stofnun nokkurra frumkvöðlafyrirtækja undanfarin ár, m.a. stofnað tölvuleikinn KinWins, TagPlay og framleitt heimildarmyndina The Startup Kids.

Fleiri fundir verða haldnir á næstunni á þessum nótum. Þeir verða einnig í beinni útsendingu á Nútímanum. Nánari upplýsingar hér.

Auglýsing

læk

Instagram