Egill Hjördísarson er Evrópumeistari í léttþungavigt, kláraði andstæðinginn með hengingu

Egill Øydvin Hjördísarson tryggði sér í gærkvöldi gull á Evrópumótinu í MMA þegar hann sigraði hinn pólska Pawel Zakrzewski.

Þetta kemur fram á vef MMA frétta

Þar segir að Egill hafi klárað andstæðing sinn með hengingu í annarri lotu.

Egill er því Evrópumeistari í léttþungavigt.

„Það er bara hrikalegt fyrir mig að hita upp með honum. Það er alveg nógu óþægilegt, hvað þá að þurfa að berjast við hann,“ sagði Jón Viðar Arnþórsson, einn þjálfara Egils, um Zakrzewski hans fyrir bardagann í gær.

Hér má sjá hann fagna sigrinum

Auglýsing

læk

Instagram